Hefði átt að hlusta á móður sína

Leikkonan Lindsay Lohan.
Leikkonan Lindsay Lohan. AFP

Fáar leikkonur þekkja raunir Hollywood betur en Lindsay Lohan. Þessi fyrrum unglingastjarna verður þrítug nú í vikunni og í nýjasta tölublaði Vanity Fair lítur hún yfir farinn veg á skrautlegum ferli sínum Hún segist í viðtalinu ekki sjá eftir neinu sem hún hefur gert.

„Ég er að skrifa sjálfsævisögu og ég hlakka til að deila minningum mínum með öðrum, og hvernig hægt sé að sigrast á mótlæti,“ segir Lohan í viðtalinu. 

Sjá frétt mbl.is: Klúðraði tækifæri og á von á fangelsisdóm

Hún segist vona að reynsla hennar geti hjálpað öðrum sem lenda í erfiðleikum. Lohan hefur sjálf glímt við eiturlyfjafíkn, lent í fangelsi og rifist harkalega við fjölskyldumeðlimi.

„Ég er þakklát fyrir að hafa sterka rödd sem ég get nú notað til þess að tala í fólk kjark. Við getum öll sigrast á mótlæti ef við bara kynnumst okkar innri persónu. Það gagnast manni lítið að sjá eftir hlutum sem maður hefur gert,“ bætir Lohan við. Eina eftirsjá hennar segir hún vera að hafa ekki hlustað á móður sína og komið heim til New York [frá Hollywood] fyrr, og að hafa vingast við fólk sem hún átti ekki að vingast við. 

Sjá viðtalið í heild sinni í Vanity Fair.

Sjá frétt mbl.is: Lindsey Lohan aldrei verið betri

Lohan hefur átt kærasta nú í eitt ár en það er hinn átta árum yngri Rússi Egor Tarabasov. Hann er erfingi risavaxins viðskiptaveldis í Rússlandi. Parið er nú farið að láta sjá sig saman á rauða dreglinum. Hún segist langa til að eignast börn í framtíðinni. Aðspurð hvað hún vilji gera á komandi árum segir Lohan: „Að fá að vinna með börnum og kannski eignast eigin börn.“

Lohan vakti mikla athygli nýverið þegar hún tjáði sig af miklum krafti á Twitter um þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant