Ófærð á lista yfir bestu þætti ársins

Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Ófærð.
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum Ófærð. Stilla úr Ófærð/Lilja Jónsdóttir

Dagblaðið The Guardian hefur sett saman lista yfir bestu sjónvarpsþætti ársins, en athygli vekur að hinn íslenski þáttur Ófærð rataði á listann.

Ófærð er svo sannarlega í góðra vina hópi, enda deilir hann sæti á listanum með þáttum líkt og Game of Thrones, Better Call Saul, The Good Wife, Happy Valley, The Night Manager, Peaky Blinders, Unbreakable Kimmy Schmidt og The People V OJ Simpson.

„Ófærð deilir vissulega ákveðnum einkennum með skandínavískum frændum sínum, en þetta er þó ekki einvörðungu eftirlíking. Það að þættirnir gerist á afviknum stað, sem lokast hefur af vegna veðurs, bætir við nýrri vídd – algerri innilokunarkennd,“ segir meðal annars í dómnum um þættina sem nutu talsverðra vinsælda á erlendri grundu.

Listann í heild sinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler