Undirbúningur gengið vonum framar

Valdimar er maraþonmaðurinn í ár.
Valdimar er maraþonmaðurinn í ár. mbl.is/Styrmir Kári

„Maður finnur bara að það er allt mikið léttara í dagsdaglega lífinu, hlutirnir verða auðveldari,“ segir tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson sem er maraþonmaðurinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár.

Í gær fór Valdimar lengsta göngutúr sinn til þessa fyrir maraþonið en hann gekk tíu kílómetra. Hann segist finna fyrir miklum meðbyr í samfélaginu og í gær hafi hann til dæmis fengið fimm háar fimmur frá algjörlega bláókunnugu fólki í göngutúrnum. „Það var bara æðislegt,“ segir Valdimar. Ásamt því að fara í göngutúra er Valdimar í einkaþjálfun þrisvar til fjórum sinnum í viku. 

Valdimar er nýkominn úr tónleikaferðalagi um Þýskaland og Sviss og segist hafa komið mun betur úr þeim túr en hann átti von á. „Ég fór nú lítið í ræktina en kom merkilega vel út úr þeim túr. Það er þó alltaf smávinna að koma sér aftur í rútínuna þegar maður dettur svona út úr henni,“ segir Valdimar.

Undirbúningur fyrir maraþonið hefur gengið vonum framar en Valdimar segist þó ekki vera farinn út í neinar öfgar enn. „Ég er ekkert að gera þetta neitt brjálæðislega hratt núna, kílóin eru ekki að fljúga af mér en jú maður er búinn að ná fullt af kílóum af sér með því að gera þetta skynsamlega og vera duglegur að hreyfa sig,“ segir Valdimar.

Hann ætlar að halda áfram að hreyfa sig eftir maraþonið í ágúst og reyna að komast lengra á næsta ári. „Kannski maður reyni að fara lengra maraþon á næsta ári.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson