Erfiðara að koma út úr skápnum sem repúblikani en transkona

Caitlyn Jenner styður Donald Trump.
Caitlyn Jenner styður Donald Trump. AFP

Raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner greindi frá því á dögunum að henni hefði reynst auðveldara að koma út úr skápnum sem transkona, heldur en repúblikani.

Líkt og fram kemur í frétt Mirror hélt Jenner, sem er stuðningsmaður Donald Trumps, tölu á ráðstefnu flokksins sem fram fór í vikunni.

„Það var auðvelt að koma út sem transkona. Það var erfiðara að koma út sem repúblikani,“ sagði Jenner.

Stjarnan var síðan spurð út í umdeilda löggjöf í Norður-Karólínuríki, þar sem transfólki er gert að notast við almenningssalerni sem ætluð eru fæðingarkyni þeirra. Margir flokksmenn Repúblikanaflokksins, til að mynda Ted Cruz, voru hlynntir löggjöfinni.

„Ég hef sjálf ekki átt í neinum vandræðum með almenningssalerni. Ég hef ekki notað karlaklósett í hálft annað ár, guði sé lof, enda eru alltaf frábærar samræður í gangi inni á kvennaklósetti.“

Fyrr á árinu lýsti Trump því yfir að hann sæi enga ástæðu til að banna transfólki að nota það salerni sem það kysi og bauð Jenner að notast við hvaða salerni sem hún óskaði sér í Trump-turninum.

Frétt mbl.is: Caitlyn Jenner tók Trump á orðinu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson