Ninjur fá 195 þúsund í mánaðarlaun

Að vísu var óskað eftir mannfólki en ekki skjaldbökum í …
Að vísu var óskað eftir mannfólki en ekki skjaldbökum í starfið. /mbl.is

Hundruð mættu í prufur í Japan eftir að hafa sóst eftir fremur óvenjulegu starfi. Japönsk ferðaskrifstofa auglýsti laus til ráðninga störf ninja-bardagamanna, en ninjur eru dularfullir, leynilegir útsendarar sem búa yfir yfirnáttúrulegum kröftum og eru þjálfaðir til að drepa.

Hlutverk ninjanna sem leitað var eftir er þó síður en svo að læðast um í rökkrinu og verða fólki að bana, heldur eiga þær að blanda geði og skemmta ferðalöngum. Verkefnið er hluti af kynningarherferð fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Tókýó árið 2020 og er tilgangurinn að laða fleiri ferðamenn til landsins.

Um að ræða fullt starf miðsvæðis í Japan og nema mánaðarlaun fyrir starfið 1.600 Bandaríkjadollurum, eða um 195.000 íslenskum krónum.

Þegar hafa nokkrar ninjur verið ráðnar til starfa en þeirra á meðal er Bandaríkjamaðurinn Chris O'Neil sem er jafnframt eina ninjan sem ráðin var til starfa sem ekki er af japönsku bergi brotin.

„Á einhverjum tímapunkti er það draumur allra erlendra barna að vera ninja,“ segir O'Neil í samtali við BBC Travel. „Ég bara hélt aðeins lengur í drauminn en flestir aðrir.“

Frétt BBC Travel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson