Sigríður Thorlacius söng í Borgarvirki

Frá tónleikunum í Borgarvirki.
Frá tónleikunum í Borgarvirki. mbl.is/Ófeigur

Fjölmargir komu saman í Borgarvirki á Vatnsnesi í gærkvöldi og hlýddu á tónleika Sigríðar Thorlacius. Tónleikarnir voru einn af hápunktum bæjarhátíðarinnar Eld­ur í Húnaþingi sem fram fer nú um helg­ina.

Hin sér­stæða kletta­borg í Vest­ur­hópi þótti frá­bær tón­leik­astaður og hljómb­urður þar eins og best ger­ist. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna.

Opnunarhátíð hátíðarinnar var á fimmtudag og hefur síðan þá hver atburðurinn rekið annan.

„Ljósið er þema hátíðar­inn­ar að þessu sinni,“ sagði Sól­rún Guðfinna Rafns­dótt­ir í samtali við mbl.is í gær en þau Mika­el Þór Björns­son, eig­inmaður henn­ar, eru fram­kvæmda­stjór­ar þessarar bæj­argleði.

„Við hvetj­um fólk til þess að setja upp fal­leg­ar ljósa­skreyt­ing­ar við heim­ili sitt; útikerti, serí­ur, kyndla og annað. Slíkt myndi setja fal­leg­an svip á su­mar­kvöldið nú þegar aðeins er farið að húma.“

Frétt mbl.is: Eldur í Borgarvirki

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson