Orðrómurinn er sannur

Þessari mynd af sér tísti Larson eftir tilkynninguna.
Þessari mynd af sér tísti Larson eftir tilkynninguna. Skjáskot/ Twitter

Óskarsverðlaunaleikkonan Brie Larson verður fyrsta konan til að leika aðalhlutverk í kvikmynd um ofurhetjuheim Marvel. Þetta var staðfest, eftir þrálátan orðróm, á Comic Con-ráðstefnunni í dag. Larson, sem er 26 ára, mun leika Carol Danvers sem einnig er þekkt sem Captain Marvel. Persónan hefur verið hluti af Marvel-heiminum frá árinu 1968 og tekið á sig ýmsar myndir en Danvers hefur haldið þeim titli frá 2012.

Myndin mun koma út í mars 2019 en fyrst var tilkynnt um gerð hennar árið 2014. Þá staðfestu stjórnendur Marvel-kvikmyndaversins að aðalhlutverkið yrði leikið af konu. „Captain Marvel hefur gengið undir mörgum nöfnum í teiknimyndasögunum og hefur átt margar manneskjur sem hafa verið í búningnum og notað þann valdagrunn,“ sagði framkvæmdastjóri kvikmyndaversins, Kevin Feige, á þeim tíma. „Ég vil gera þetta mjög skýrt: Þessi hetja heitir Carol Danvers.“

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Feige kynnti Larson sem Captain Marvel eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson