Sigourney Weaver langar að leika í nýrri Alien-mynd

Sigourney Weaver er ekki orðin leið á geimverunni viðskotaillu.
Sigourney Weaver er ekki orðin leið á geimverunni viðskotaillu. AFP

Leikkonan Sigourney Weaver greindi frá því á dögunum að hún myndi gjarnan vilja leika í nýrri kvikmynd í Alien-seríunni.

Fyrsta kvikmyndin um hina hrollvekjandi geimveru kom út árið 1979, en þar lék leikkonan kvenskörunginn Ellen Ripley. Leikkonan lék seinna meir í þremur framhaldsmyndum, en segist gjarnan vilja endurtaka leikinn.

Weaver lét orðin falla á Comic-Con ráðstefnunni í San Diego, þar sem hún fagnaði 30 ára afmæli Aliens, líkt og fram kemur í frétt Sky.

Leikkonan segir leikstjórann Neill Blomkamp hafa viðrað hugmyndina við sig.

„Seinna fékk ég handrit sem er svo ótrúlegt og gefur aðdáendum allt það sem þeir leita að, auk þess sem það bryddar upp á ýmsum nýjungum. Blomkamp hefur starfi að gegna, og ég sömuleiðis, en þegar verkefnunum er lokið er ég að vonast til þess að við getum hafist handa við þetta.“

Sigourney Weaver í hlutverki sínu sem Ellen Ripley.
Sigourney Weaver í hlutverki sínu sem Ellen Ripley. Stilla úr Alien
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson