„Fjölskylda mín fór aldrei yfir landamærin“

Eva Longoria hélt ræðu á flokksþingi Demókrataflokksins.
Eva Longoria hélt ræðu á flokksþingi Demókrataflokksins. AFP

Leikkonan Eva Longoria er ekki par hrifin af forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, Donald Trump, ef marka má ræðu sem hún hélt á flokksþingi Demókrataflokksins í gær.

Longoria, sem er af mexíkósku bergi brotin, er ekki ánægð með afstöðu Trumps í innflytjendamálum en í ræðu sinni ræddi hún um reynslu sína af því að vera mexíkóskur Bandaríkjamaður.

„Ég er frá smábæ í Suður-Texas og þeir sem þekkja söguna vita að Texas tilheyrði Mexíkó. Ég er níundi ættliður sem elst upp í Bandaríkjunum. Fjölskylda mín fór aldrei yfir landamærin. Landamærin fóru yfir okkur,“ sagði Longoria í ræðu sinni.

„Þegar Donald Trump kallar okkur glæpamenn og nauðgara er hann að móðga bandarískar fjölskyldur. Faðir minn er hvorki glæpamaður, né kynferðisbrotamaður. Í rauninni er hann bandarískur uppgjafahermaður. Þegar Trump gerði grín að fötluðum fréttamanni var hann einnig að gera grín að systur minni, sem er með sérþarfir, og mörgum öðrum í hennar sporum.“

„Þegar Trump sagði að útivinnandi eiginkonur væru hættulegt fyrirbæri móðgaði hann ekki einungis mig, heldur einnig móður mína sem vann við sérkennslu í 40 ár, á meðan hún ól upp fjögur börn.“

Frétt People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler