Tengdamóður milljarðamærings rænt

Eignir Bernies Ecclestones eru metnar á 3,1 milljarð sterlingspunda.
Eignir Bernies Ecclestones eru metnar á 3,1 milljarð sterlingspunda. AFP

Tengdamóður milljarðamæringsins Bernies Ecclestones hefur verið rænt af mannræningjum í Brasilíu, heimalandi hennar. Aparecida Schunck, sem er 67 ára gömul, er móðir Fabiönu Flosi sem giftist Ecclestone árið 2012.

Mannræningjarnir eru sagðir krefjast um 28 milljóna punda í lausnargjald fyrir Schunck, sem er hæsta upphæð sem mannræningjar í Brasilíu hafa nokkurn tímann krafist. Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum vilja mannræningjarnir fá peningana greidda í breskum pundum, skipt niður í fjóra poka. 

Ecclestone var áður giftur króatísku fyrirsætunni Slavicu Radic en skildi við hana eftir 25 ára hjónaband áður en hann kynntist Flosi. 

Eignir Ecclestones eru metnar á 3,1 milljarð sterlingspunda. Mannrán eru nokkuð tíð í Brasilíu, sérstaklega á fólki sem tengist auðugum einstaklingum. Fjöldi mannrána náði hæstu hæðum árið 2002 en þá var stofnuð sérstök deild innan lögreglunnar til að berjast gegn slíkum ránum. Í kjölfarið fækkaði þeim talsvert. 

Sjá frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler