Breysk Bollywood-stjarna sýknuð

Salman Khan er einn launahæsti leikari heims.
Salman Khan er einn launahæsti leikari heims. AFP

Hæstiréttur í Indlandi hefur sýknað Bollywood-stjörnuna Salman Khan af ákæru um að hafa fyrir átján árum drepið antilópur í útrýmingarhættu. Um er að ræða enn eitt vandræðamálið sem tengist leikaranum.

Kahn þénaði um fjóra milljarða króna á síðasta ári og er í hópi launahæstu leikara heims.

Frétt mbl.is: Tíu launahæstu leikarar heims

Hann var fundinn sekur árið 2006 um að hafa veitt antilópur þegar hann var við tökur á kvikmynd í ríkinu Rajasthan í norðurhluta Indlands átta árum áður. Hann var dæmdur í eins til fimm ára fangelsi í tveimur mismunandi dómsmálum fyrir að skjóta dýrin en leikarinn áfrýjaði málunum og núna er niðurstaðan loksins komin. Þar kemur fram að byssukúlurnar sem fundust í dýrunum hafi ekki komið úr byssu Khans.

Khan hefur verið duglegur að koma sér í vandræði.
Khan hefur verið duglegur að koma sér í vandræði. AFP

Ekið á heimilislausan mann

Hinn fimmtugi Khan, sem er þekktur fyrir að leika harðjaxla í ýmsum Bollywood-myndum, var ekki viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp.

Indverskir dómstólar eru þekktir fyrir að taka mörg ár, jafnvel áratugi, í að úrskurða í málum vegna skorts á fjármagni og mikillar pappírsvinnu.

Á síðasta ári var Khan sýknaður í öðru dómsmáli sem hefur einnig staðið yfir í langan tíma, eða í 14 ár. Þar var hann sakaður um að hafa ekið á heimilislausan mann og ekið á brott en maðurinn lést af sárum sínum. Því máli hefur verið áfrýjað til hæstaréttar en Khan kveðst ekki hafa verið við stýrið.

Ummæli um nauðgun

Khan virðist vera sérfræðingur í að koma sér í vandræði því stutt er síðan hann lét umdeild ummæli falla um að vegna erfiðrar æfingadagskrár fyrir nýjustu mynd sína, Sultan, hefði honum liðið eins og „konu sem hefði verið nauðgað“. Hann hefur ekki beðist afsökunar á ummælum sínum þrátt fyrir áskoranir þess efnis.

Frétt mbl.is: Leið eins og „konu sem hefur verið nauðgað“

Ummælin virðast ekki hafa haft nein áhrif á aðsókn myndarinnar því hún sló met í aðsóknartekjum frumsýningarhelgina.


Herma eftir goðinu sínu

Dyggustu aðdáendur Khans eru ungir menn sem virðast dauðöfunda hann fyrir piparsveinslíferni hans.

Flestir eru þeir farandverkamenn sem dreymir um betra líf. Þeir reyna hvað þeir geta til að herma eftir hárgreiðslu og fatastíl goðsins og um helgar safnast þeir fyrir utan heimili Khans þar sem hann stígur út annað slagið og veifar aðdáendum sínum af svölunum.

„Hann hefur alltaf verið dáður af stórum hópi ungu kynslóðarinnar,“ sagði Nikkhil Advani, sem leikstýrði Khan árið 2007 í rómantísku myndinni Salaam E Ishq.

Khan ásamt mótleikkonu sinni í Sultan, Anushka Sharma.
Khan ásamt mótleikkonu sinni í Sultan, Anushka Sharma. AFP

Líkamsárás og breyskleiki

Ímynd Khans beið þó hnekki þegar Aishwarya Rai, fyrrverandi Ungfrú heimur og núverandi Bollywood-leikkona, sakaði hann um líkamsárás á meðan á sambandi þeirra stóð en því lauk fyrir rúmum áratug. Khan segist aldrei hafa lamið konu á ævi sinni.

Leikstjórinn Kabir Khan, sem starfaði með nafna sínum við gerð myndarinnar Bajrangi Bhaijaan, telur að vandræðagangur hans í gegnum tíðina sýni fram á breyskleika sem kvikmyndagestir tengja við.

„Hann sendir frá sér yfirlýsingar þar sem pólitísk rétthyggja er ekki fyrir hendi en það sem hann segir virðist ná til almennings, sem tekur honum eins og hann er,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson