Líkamsklukka Goulding í algeru ójafnvægi

Ellie Goulding þarf verulega á hvíld að halda.
Ellie Goulding þarf verulega á hvíld að halda. AFP

Söngkonan Ellie Goulding neyddist til að aflýsa tónleikum samkvæmt læknisráði, en söngkonan hefur undanfarið þjáðst af svefnleysi og ofþreytu.

„Líkamsklukka Ellie er í algeru ójafnvægi, en hún hefur legið andvaka flestar nætur. Öll ferðalögin í gegnum mismunandi tímabelti hafa sett strik í reikninginn. Hún bara getur ekki sofnað, og jafnvel þegar hún er heima á Englandi rænir svefnleysið hana orku,“ sagði heimildamaður tengdur söngkonunni í samtali við dagblaðið The Sun.

„Hún hefur áhyggjur af þessu og vill ekki fara þreytt á svið. Hún er atvinnumaður og vill halda góða tónleika fyrir aðdáendur sína.“

Goulding greindi frá því á sínum tíma að læknir hennar hefði varað hana við of miklu álagi, sem hann sagði geta skemmt í henni röddina. 

„Ég hef haldið næstum 100 tónleika á þessu ári, og læknirinn minn sagði að ef ég kæmi fram um helgina myndi röddin mín hugsanlega ekki ná sér. Ég hef verið greind með ofþreytu."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler