„Hún er svo Yoko“

Paul McCartney og Yoko One er í dag vel til …
Paul McCartney og Yoko One er í dag vel til vina. Ljósmynd / skjáskot Rolling Stone

Bítillinn Paul McCartney játaði á dögunum að hljómsveitarfélögum hans hafi í fyrstu verið ógnað af návist Yoko Ono, ekkju John Lennons.

Ono hefur lengi verið kennt um að stía hljómsveitinni í sundur, en Bítlarnir lögðu upp laupana árið 1970.

„Okkur fannst okkur dálítið ógnað,“ sagði tónlistarmaðurinn í samtali við tímaritið Rolling Stone.

„Hún sat á magnaranum á meðan við vorum að taka upp. Flestar hljómsveitir gætu ekki höndlað það. Við höndluðum það, en ekki sérlega vel. Við vorum ekki karlrembur, en stelpur komu ekki í upptökuverið,“ viðurkenndi bítillinn, sem í dag semur þó vel við Ono.

„Mín stóra uppljómun var sú að ef John elskaði þessa konu, hlaut það að vera það rétta. Ég áttaði mig á því að ég þurfti að komast yfir andstöðu mína. Það var svolítið erfitt til að byrja með, en það hafðist með tímanum. Í dag erum við mestu mátar. Mér líkar við Yoko. Hún er svo Yoko.“

Ono fylgdi sveitinni gjarnan í upptökuver.
Ono fylgdi sveitinni gjarnan í upptökuver. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant