Stærsti köttur New York slær í gegn

Samson er engin smásmíði.
Samson er engin smásmíði. Ljósmyndar / Stephen Yang fyrir New York Post

Main Coon-kötturinn Samson, sem er fjögurra ára og engin smásmíði, hefur verið krýndur stærsti köttur New York borgar.

Það þarf engan að undra, enda er Samson rúmlega 1,2 metrar að lengd og vegur tæp 13 kílógrömm.

Maine Coon-kettir eru stærstir heimiliskatta, en algengt er að fresskettir tegundarinnar vegi á bilinu sjö til 11 kílógrömm.

Jonathan Zurbel, eigandi Samsons, segir köttinn gjarnan haga sér líkt og hann væri hundur, þó hann taki ekki í mál að ganga í taumi.

„Hann er prýðisgóður í að sækja og hann eltir mig á milli herbergja og leggur sig við fætur mína, líkt og hann væri hundur,“ sagði Zurbel í samtali við The New York Post.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Samsons á Instagram-síðu hans, þar sem hann gengur undir nafninu Catstradamus. Kauði virðist geysivinsæll, enda á hann rúmlega 49.000 fylgjendur.

Samson er jafn blíður og hann er stór.

#CatTips : Humans make great pillows

A photo posted by SAMSON AKA CATSTRADAMUS (@catstradamus) on Aug 13, 2016 at 9:27pm PDT

Það þarf víst að borða matinn sinn til að verða stór og stæðilegur.

Sleep & Snacks on a Sunday, what could be better! Im not fat I'm just very fluffy!

A photo posted by SAMSON AKA CATSTRADAMUS (@catstradamus) on Aug 7, 2016 at 12:22pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson