Blindfullur og heimtaði beikon

Liam Gallagher er ennþá alger vandræðapési.
Liam Gallagher er ennþá alger vandræðapési. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Geðillskupúkinn Liam Gallagher segir kærustu sína, Debbie Gwyther, hafa breytt lífi hans til hins betra.

„Debbie skóflaði mér upp þegar ég var í tómu rugli. Hún sagði mér einfaldlega að hætta að vera fáviti. Hún kom mér út úr húsi, kynnti mig fyrir allskyns fólki og fékk mig til að prufa nýja hluti.“

Þá segir tónlistarmaðurinn að kærastan hafi til að mynda fengið hann til að huga að heilsunni, sem hann gerði ekki áður.

„Ég hleyp í kringum 11 kílómetra á hverjum degi, og fer venjulega út klukkan fimm á morgnana. Nema þegar ég hef verið á fylliríi, þá kem ég heim klukkan fimm. Einu sinni var ég að hlaupa um í Hampstead Heath þegar ég sá tré. Ég hugsaði með mér, þetta lítur út fyrir að vera fínt tré. Ég ætla að klifra upp í þetta andskotans tré. Síðan gerði ég það og sat þar uppi í 10 mínútur með hettuna á hausnum.“

Kærustunni hefur þó ekki tekist að gera Gallagher að neinum dáðadreng, því hann er enn ansi lunkinn við að koma sér í vandræði hjá nágrönnunum líkt og fram kemur í frétt Mirror.

„Ég var skammaður fyrir að henda steinum í gluggann hjá Jamie Oliver. Ég var blindfullur og heimtaði að hann myndi kasta niður beikonbollum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler