Tölvan fékk að fjúka út um gluggann

Mariah Carey og unnusti hennar James Packer.
Mariah Carey og unnusti hennar James Packer. AFP

Söngkonan Mariah Carey er þekkt fyrir vera mikil prímadonna, en reglulega berast af henni skrautlegar fréttir.

Þá á hún til að mynda að hafa beðið um lifandi flutning á lagi sínu „Fantasy“ í fæðingu tvíburanna sinna, auk þess sem hún krafðist þess eitt sinn að lagður væri fyrir hana rauður kertalagður dregill þegar hún steig inn á ónefnt hótel.

Nýjasta sagan er ekki síður skrautleg, en samkvæmt frétt Mirror kastaði söngkonan fartölvu unnusta síns út um glugga á heimili þeirra. Ástæða skapofsakastsins ku vera sú að James Packer, ástmaður söngkonunnar, vogaði sér að smella laginu „Crazy in Love“ með Beyoncé á fóninn.

„Almáttugur minn, þetta var algert klúður. Mariah fleygði tölvunni beinustu leið út um gluggann,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni.

„Hún gjöreyðilagði tölvuna og hljóp síðan öskrandi út úr herberginu,“ bætti heimildarmaðurinn við, en samkvæmt honum líkar Carey ekki að tónlist annarra listamanna sé spiluð á heimili hennar.

Eins og áður sagði er heimildarmaðurinn ónefndur, en hjónaleysin hafa ekki tjáð sig um hið meinta tölvukast.

Ef marka má fregnirnar er Carey ekki mikill aðdáandi Beyoncé.
Ef marka má fregnirnar er Carey ekki mikill aðdáandi Beyoncé. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler