Agnarsmáir pönduhúnar vekja athygli

Hin nýbakaða móðir passar vel upp á afkvæmin.
Hin nýbakaða móðir passar vel upp á afkvæmin. Ljósmynd / skjáskot Facebook

Fyrir tæpum þremur vikum fæddust tveir pönduhúnar í Schoenbrunn dýragarðinum í Vínarborg, sem að sögn starfsfólks braggast ljómandi vel.

Spenntir dýragarðsgestir hafa enn ekki fengið að berja húnana augum, enda eru þeir of litlir til að yfirgefa bælið sitt. Hinsvegar hefur verið hægt að sjá myndbandsútsendingu af fjölskyldunni á skjá fyrir utan búr þeirra.

„Við árslok munu húnarnir geta komist ferða sinna og yfirgefið bælið,“ sagði forstjóri dýragarðsins, líkt og fram kemur í frétt Mirror.

Þeir sem vilja sprengja krúttskalann ættu að kíkja á myndbandið af mæðginunum hér fyrir neðan. Eins og sjá má fer afar vel um móðurina Yang Yang og afkvæmin, þar sem þau kúra saman í mestu makindum.

Hægt er að fyljgjast með litlu fjöslkyldunni á Facebook-síðu dýragarðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson