Segir Elvis hafa viljað varðveita meydóm hennar

Elvis Presley og ástkona hans Linda Thompson mynduð saman árið …
Elvis Presley og ástkona hans Linda Thompson mynduð saman árið 1976. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Linda Thompson, fyrrverandi ástkona Elvis Presley, gaf á dögunum út endurminningar sínar þar sem hún fjallar meðal annars um samband sitt við söngvarann.

Þá segir Thompson að rokkarinn hafi verið afar skilningsríkur og hafi viljað varðveita meydóm hennar þangað til hún væri reiðubúin að missa hann.

„Ég vil varðveita hann fyrir þig, eins lengi og þú þarft. Hann notaði í raun og veru orðið varðveita,“ segir Thompson í bókinni sem nefnist A Little Thing Called Life: On Loving Elvis Presley, Bruce Jenner and Songs in Between.

Hún segist þó fljótlega hafa fallið kylliflöt fyrir kónginum og lýsir atlotum þeirra í þaula líkt og fram kemur í umfjöllun Daily Mail.

„Við vorum í hjónarúminu okkar, sem var á upphækkuðum palli. Fyrir ofan okkur voru speglar sem endurvörpuðu spegilmynd okkar þar sem við lágum í innilegri flækju af handleggjum og fótleggjum. Ég vissi að ég var reiðubúin að njóta ásta með þessum manni, sem ég dáði af öllu hjarta.“

Þá fjallar Thompson einnig um hjónaband sitt og Bruce Jenner, sem seinna gekkst undir kynleiðréttingarferli og heitir nú Caitlyn Jenner, en saman eiga þau tvo syni.

Thompson gaf á dögunum út endurminningar sínar, þar sem hún …
Thompson gaf á dögunum út endurminningar sínar, þar sem hún fjallar um samband hennar við Presley og Bruce Jenner. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson