Rannsaka netárás gegn Jones

Leslie Jones hefur mátt þola stöðugt áreiti rasista síðustu misseri.
Leslie Jones hefur mátt þola stöðugt áreiti rasista síðustu misseri. AFP

Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á netárás gegn Ghostbusters-stjörnunni Leslie Jones, eftir að persónuupplýsingum hennar og nektarmyndum var lekið á netið.

Heimasíða Jones, JustLeslie.com, var lokað eftir að tölvuþrjótar birtu myndir af ökuskírteini hennar og vegabréfi, og nektarmyndir, sem stolið var af iCloud-aðgangi leikkonunnar.

Þá herma fregnir að myndskeið af górillunni Harambe hafi verið birt á heimasíðunni.

Jones hefur ítrekað orðið fyrir árásum vegna litarhafts síns það sem af er ári en þær hafa meðal annars orðið til þess að Twitter hefur gripið til aðgerða gegn kvölurum hennar á samskiptamiðlinum.

Leikkonan hefur ekki tjáð sig um málið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem alríkisyfirvöld láta til sín taka vegna netárása gegn þekktum einstaklingum. Heimavarnarráðuneytið fór t.d. fyrir aðgerðum í fyrra sem leiddu til handtöku Alonzo Knowles, en hann var grunaður um að hafa brotist inn í tölvupóst fræga fólksins til að stela þaðan handritum, kynlífsmyndskeiðum og fleiru.

Þá rannsakaði alríkislögreglan árás gegn óskarsverðlaunahafanum Jennifer Lawrence, eftir að nektarmyndum af henni var lekið á netið. Fregnir herma að þeim hafi einnig verið stolið af iCloud-aðgangi.

Frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant