Var strítt vegna holdafarsins

James Corden var á sínum yngri árum strítt vegna holdafarsins.
James Corden var á sínum yngri árum strítt vegna holdafarsins. Ljósmynd / stilla The Late Late Show

Hinn gamansami James Corden, sem slegið hefur í gegn í þáttunum The Late Late Show, viðurkenndi í nýju viðtali að hann hefði verið lagður í einelti á sínum yngri árum.

Þá segir spjallþáttastjórinn að hann hafi snúið vörn í sókn og farið að nota húmor sem vörn gegn eineltistilburðum skólafélaga sinna.

„Ef maður er stórvaxinn verður maður sjálfkrafa skotmark í skólanum,“ sagði Corden í viðtali við Rolling Stone.

„Ég sagði að ég ætlaði að verða stærra skotmark og sjálfstraust mitt myndi hræða eineltisseggina. Innra með mér var ég dauðhræddur, en ef maður er svolítið fyndinn og sneggri en stríðnispúkarnir munu þeir ekki ráðast á mann aftur.“

Í dag leikur lífið þó við Corden, sem býr í glæsihýsi í Hollywood, en þættir hans eru gríðarlega vinsælir. Þá hefur dagskrárliðurinn „Carpool Karaoke“ slegið algerlega í gegn, en þar býður Corden stórstjörnum á rúntinn.

James Corden og eiginkona hans, Julia Carey.
James Corden og eiginkona hans, Julia Carey. Ljósmynd Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson