Sniðgengur VMA-verðlaunin

Taylor Swift sópaði fyrr á árinu að sér verðlaunum á …
Taylor Swift sópaði fyrr á árinu að sér verðlaunum á Grammy-hátíðinni. AFP

Taylor Swift ætlar ekki að heiðra gesti VMA-verðlaunanna með nærveru sinni, en verðlaunahátíðin fer fram næstkomandi sunnudag.

Swift var ekki tilnefnd til neinna verðlauna á hátíðinni, en þvertekur fyrir að það sé ástæða fjarveru hennar. Þá segist hún einfalega aldrei hafa ætlað sér að mæta.

Þá greinir Mirror frá því að erkióvinur söngkonunnar, rapparinn Kanye West, fái að haga fjögurra mínútna atriði sínu algerlega eftir eigin höfði. West er sagður mega gera hvað svo sem honum dettur í hug, hvort sem það er að rappa, syngja, dansa eða stara tómlega út í loftið og velta margir fyrir sér hvort það spili inn í ákvörðun Swift.

Eins og frægt er orðið stökk West upp á svið og truflaði Swift þegar hún tók á móti verðlaunum á VMA-hátíðinni árið 2009. Segja má að síðan þá hafi andað köldu á milli þeirra tveggja.

Kanye West var ekki sáttur við að Swift skyldi hljóta …
Kanye West var ekki sáttur við að Swift skyldi hljóta verðlaun á VMA-hátíðinni árið 2009. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant