Minntist ekki einu orði á Swift

Calvin Harris var ekkert að eyða orðum í sína fyrrverandi.
Calvin Harris var ekkert að eyða orðum í sína fyrrverandi. AFP

Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris vann til verðlauna á VMA-verðlaununum sem fram fóru í gær.

Þá var tónlistarmyndbandið við lag hans „This Is What You Came For“ valið besta myndband karlkyns flytjanda á árinu, og sló hann þar með listamönnum á borð við Kanye West, Drake og The Weeknd ref fyrir rass.

Harris minntist ekki einu orði á fyrrverandi kærustu sína, Taylor Swift, í þakkarræðu sinni, en hún er er einn af textahöfundum lagsins. Hann þakkaði hins vegar söngkonunni Rihönnu pent fyrir samstarfið, eins og fram kemur í frétt Daily Mail.

Swift skrifaði textann upphaflega undir dulnefninu Nils Sjoberg. Hún greindi síðan frá því að hafa komið að gerð lagsins skömmu eftir að upp úr slitnaði hjá henni og Harris.

Harris var afar ósáttur við gang mála á sínum tíma og svaraði fyrir sig á Twitter.

„Hún er ótrúlegur textahöfundur og stóð sig frábærlega eins og venjulega. Það sem særir mig þó á þessum tímapunkti er að hún og teymið hennar skuli leggja það á sig að láta mig líta illa út.“

„Ef þú ert ánægð í nýja sambandinu ættir þú að einbeita þér að því í stað þess að rífa fyrrverandi kærastann þinn niður.“

Taylor Swift skrifaði textann undir dulnefninu Nils Sjoberg.
Taylor Swift skrifaði textann undir dulnefninu Nils Sjoberg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant