„Allir ættu að fá vera þeir sjálfir“

Dolly Parton segir fólk eiga rétt á því að vera …
Dolly Parton segir fólk eiga rétt á því að vera það sjálft. AFP

Söngkonan Dolly Parton greindi frá því í nýlegu viðtali að hún hefði hjálpað þónokkrum fjölskyldumeðlimum út úr skápnum, enda ber hún mikla virðingu fyrir LGBT-samfélaginu og segir einstaklinga eiga rétt á því að vera þeir sjálfir.

„Þegar ég var ung vissi ég ekki hvað samkynhneigð var. Það tók mig þó ekki langan tíma að sjá að fólk er mismunandi, og það var í fínu lagi mín vegna. Sjálf var ég öðruvísi,“ sagði söngkonan í viðtali við vefmiðilinn Pride Source.

Þá segist söngkonan hafa hvatt marga fjölskyldumeðlimi sína til að koma út úr skápnum.

„Ég segi, þú þarft að láta fólk vita hver þú ert. Þú þarft að koma út úr skápnum. Þú þarft ekki að lifa lífi þínu í skugganum, hver er tilgangurinn með því? Þú verður ekki hamingjusamur, þú munt veikjast ef þú bælir tilfinningar þínar.“

Söngkonan hefur lengi vel verið vinsæl meðal LGBT-fólks, sem hún segist hæstánægð með.

„Stór hluti aðdáenda minna er samkynhneigður, en ég er mjög stolt af þeim. Ég elska þá og finnst að allir ættu að fá að vera þeir sjálfir. Hvernig svo sem þeir eru.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson