Chris Brown handtekinn

Chris Brown.
Chris Brown. AFP

Bandaríski söngvarinn Chris Brown var handtekinn í Los Angeles í gær grunaður um að hafa ráðist vopnaður á konu. Konan hafði sagt við lögreglu að Brown hafi hótað sér með byssu.

BBC greinir frá því að fegurðardrottningin Baylee Curran hafi sagt í viðtali við LA Times að Brown hafi beint byssu að andliti hennar eftir að hún hafi dáðst að skartgripum vinar hans. 

Lögfræðingur Browns skrifaði á Twitter að skjólstæðingur hans hafi verið látinn laus og að ásakanir á hendur honum væru uppspuni. Ekki er vitað hvort Brown sé laus gegn tryggingu. 

Söngvarinn hefur oftar en einu sinni verið dæmdur fyrir ofbeldi, þar á meðal fyrir árás á þáverandi unnustu sína, Rihanna, árið 2009.

Lögreglan kom á heimili Browns snemma á þriðjudagsmorgun eftir að Curran hafði hringt í neyðarlínuna. Hún var farin af heimili hans þegar hún hringdi. Curran segir að hún og vinur hennar hafi farið saman á heimili Browns á mánudagskvöldið ásamt fleira fólki. Hún hafi dáðst að demantshálsmeni manns sem hafði verið að sýna hálsmenið en hann hafi reiðst og sagt henni fara. Þá hafi Brown dregið upp byssu, beint henni að andliti hennar og sagt henni að fara.

Frétt BBC

Baylee Curran.
Baylee Curran. Mynd af Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson