Síðustu listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Finnska pönksveitin Pertti Kurikan Nimipäivät mun koma fram á hátíðinni.
Finnska pönksveitin Pertti Kurikan Nimipäivät mun koma fram á hátíðinni. Aðsend mynd

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin dagana 2. til 6. nóvember næstkomandi og eflaust margir sem bíða í ofvæni.

Í dag var heildarlisti hljómsveita tilkynntur og bættust 90 ný nöfn í hópinn. Flytjendur eru því alls um 220 talsins, en þar af munu 70 erlendar sveitir stíga á svið.

Meðal þeirra listamanna sem bættust við eru: A & E Sounds, Airwords, Ambátt, Beliefs, Ben Frost, DALÍ, Dr. Spock, Go Dark, Herra Hnetusmjör, Kelsey Lu, Kiasmos, Leyya, Stafrænn Hákon og Valdimar.

Þá mun finnska pönksveitin Pertti Kurikan Nimipäivät, sem sló í gegn í Eurovision um árið, einnig heiðra landann með nærveru sinni.

Miðasalan fer fram á heimasíðu Iceland Airwaves og Tix.is og vilja skipuleggjendur hátíðarinnar hvetja áhugasama um tryggja sér miða í tíma, enda hefur verið uppselt undanfarin ár.

Frekari upplýsingar um hljómsveitir og listamenn má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson