Björk fær 5 stjörnu dóma hjá breskum miðlum

Bresku gagnrýnendurnir lofuðu tónleika Bjarkar í hástert.
Bresku gagnrýnendurnir lofuðu tónleika Bjarkar í hástert.

Björk  fékk frábæra dóma í breskum fjölmiðlum fyrir tónleika sína í Royal Albert Hall í gærkvöldi. Tónleikarnir fengu fimm stjörnur hjá gagnrýnendum Times, Daily Telegraph og The Art Desk og fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Guardian.

Gagnrýnandi Daily Telegraph sagðist aldrei hafa séð áhorfendur í Royal Albert Hall sýna viðlíka viðbrögð.

„Ég hef ekki áður orðið vitni að jafn áköfum áhrifum hjá jafn hugföngnum áhorfendum áður í Royal Albert Hall og þeim sem íslenski einfarinn og söngkonan Björk kallaði fram,” segir í dómi Daily Telegraph.

„Áhorfendur í stæði þrýstu sér upp að sviðsskilrúminu og stóðu í lotningarfullri þögn, rétt eins og þeir væru að verða vitni að trúarupplifun. „Ég held ég fari að gráta,“ hvíslaði konan við hliðina á mér og það var áður en söngkonan gaf frá sér eitt einasta hljóð.“

Times segir tónleikana hafa gætt eina persónulegustu plötu Björk til þessa lífi og að söngkonan hafi fundið leið til að deila innilegustu þáttum lífs síns á þann hátt sem hún gæti tekist á við.

Þá sagðist gagnrýnandi The Art Desk ekki hafa verið neinn sérstakur aðdáandi Bjarkar fyrir tónleikana, en hann hafi nú snúist á sveif með aðdáendum söngkonunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant