Clinton á milli tveggja burkna

Hillary Clinton og Zach Galifianakis ræða saman á milli tveggja …
Hillary Clinton og Zach Galifianakis ræða saman á milli tveggja burkna. Skjáskot

„Þegar þú sérð hvað það virkar vel fyrir Donald Trump, spyrðu þig einhvern tímann: „Ætti ég kannski að vera meiri rasisti“?“ var á meðal þess sem háðfuglinn Zach Galifianakis spurði forsetaframbjóðandann Hillary Clinton þegar hún var gestur hans í þættinum Á milli tveggja burkna.

Galifianakis kom með margar gáfulegar spurningar og athugasemdir við Clinton, þar á meðal að fyrir utan að verða fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna yrði hún fyrsti hvíti forseti margra barnungra Bandaríkjamanna.

Óhjákvæmilega barst talið þó að mótframbjóðanda hennar, Donald Trump.

„Þegar hann verður kjörinn forseti og Kid Rock verður utanríkisráðherra ætlarðu þá að flytja til Kanada eða annars hvors heimsskautsins?“ spurði grínistinn. Clinton sagðist hins vegar ætla að verða um kyrrt í Bandaríkjunum.

„Ég myndi reyna að koma í veg fyrir að hann eyðileggi Bandaríkin,“ sagði frambjóðandi Demókrataflokksins sem fetaði í fótspor Baracks Obama forseta sem kom fram í þættinum á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson