Óttaðist að Egor myndi skvetta sýru framan í hana

Egor Tarabasov og Lindsay Lohan.
Egor Tarabasov og Lindsay Lohan. Skjáskot Instagram

Leikkonan Lindsay Lohan var gestur í rússneskum spjallþætti á dögunum þar sem hún ræddi samband sitt við fyrrverandi unnusta sinn, Egor Tarabasov, en þau slitu samvistir í sumar.

Frétt mbl.is: Lögregla kölluð á heimili Lohan vegna gruns um heimilisofbeldi

Í viðtalinu greindi Lohan meðal annars frá því að Tarabasov hafi beitt hana grófu ofbeldi, og hún hafi talið að sér stæði ógn af honum.

„Ég fór í háttinn, en hann braust inn til mín og tók mig hálstaki. Ég óttaðist að Egor myndi skvetta sýru framan í mig. Ég stökk því út á svalir þar sem ég hrópaði af öllum mætti, hann er að reyna að drepa mig, hringið á lögregluna,“ sagði Lohan í viðtalinu og bætti við að hún teldi sig lánsama að hafa komist til Moskvu til að greina frá þessu.

Tarabasov sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu, þar sem hann þvertekur fyrir ásakanir Lohan.

„Samband mitt við Lindsay leið undir lok í júlí, 2016. Á þeim vikum sem fylgdu voru gerðar fjölmargar tilraunir til að sverta mannorð mitt með því að bjaga samband okkar og setja fram rangar ásakanir á hendur mér,“ segir í yfirlýsingu Tarabasovs.

„Ég ákvað að svara þessum röngu, og særandi athugasemdum ekki. Sem viðskiptamaður sem starfar á alþjóða vettvangi vildi ég ekki draga athygli að mér. Ég kaus einnig að þegja Lindsay vegna.

„Í dag vil ég greina frá því að allar þær ásakanir sem Lindsay hefur sett fram, og mun setja fram, eru uppspuni.“

Frétt Mirror

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant