FBI skoðar ásakanir gegn Pitt

Brad Pitt ásamt tveimur barna sinna.
Brad Pitt ásamt tveimur barna sinna. AFP

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) segist nú kanna ásakanir um að leikarinn Brad Pitt hafi veist að börnum sínum í einkaþotu á dögunum. Slúðursíður fullyrða að meðferð Pitt á börnunum hafi verið ástæðan fyrir því að Angelina Jolie sótti um skilnað frá honum.

Í yfirlýsingu frá FBI í gær kom fram að rannsóknin varðaði „ásakanir innan lofthelgi Bandaríkjanna, nánar tiltekið í flugvél sem hr. Brad Pitt og börnin hans voru farþegar í“. Engar frekari upplýsingar um athugunina voru í yfirlýsingunni, aðeins að FBI væri að safna gögnum til að meta hvort tilefni væri til að hefja alríkisrannsókn.

Nokkrir fjölmiðlar hafa greint frá því í þessari viku að Pitt hafi veist að minnsta kosti einu af sex börnum þeirra Jolie með orðum og ofbeldi. Jolie sótti um skilnað á mánudag. Lögreglan í Los Angeles hefur áður sagt að hún hafi Pitt ekki til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson