Monty Python stjarna glímir við heilabilun

Monty Python gengið er líklega ástsælasti grínhópur Breta.
Monty Python gengið er líklega ástsælasti grínhópur Breta.

Terry Jones, sem þekktastur er fyrir að vera einn meðlima breska grínhópsins Monty Python, hefur verið greindur með alvarlegt tilfelli heilabilunar.

Jones, sem er 74 ára, þjáist af versnandi málgetu (e. primary progressive aphasia), sem heftir möguleika hans til samskipta við aðra. Jones getur því ekki lengur gefið viðtöl, hefur BBC eftir talsmanni hans.

Fregnirnar voru staðfestar þegar aðstandendur velsku leiklistarverðlaunanna Bafta Cymru tilkynntu að Jones, sem er fæddur í Wales, myndi hljóta verðlaun fyrir framúrskarandi framlag sitt til leiklistarinnar.

Þessi tiltekna heilabilun lýsir sér þannig að málgeta sjúklinga skerðist sífellt meira, þar til þeir geta varla eða alls ekki talað.

Terry Jones.
Terry Jones.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant