Fréttaritari BBC vekur eftirtekt

James Longman er fréttaritari BBC í Beirut.
James Longman er fréttaritari BBC í Beirut. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Fréttaritari BBC í Beirut, James Longman, hefur undanfarið vakið gríðarlega athygli fyrir röggsama framkomu, sem og þekkingu á málefnum Mið-Austurlanda.

Það er þó ekki aðeins frammistaða Longmans sem hefur vakið athygli því kvenkyns áhorfendur BBC eru margir hverjir að tryllast yfir útliti kappans, og hefur hann á skömmum tíma sankað að sér fjölda aðdáenda. Þegar þetta er skrifað er Longman með tæplega 9.000 fylgjendur á Instagram, þar sem hann birtir reglulega myndir af sér í ræktinni.

Fyrir helgi sat Longman fyrir svörum á Facebook-síðu BBC, þar sem áhorfendum gafst kostur á að senda inn fyrirspurnir varðandi stríðsrekstur í Sýrlandi. Líkt og fram kemur í frétt Daily Mail kusu þó margir hverjir að nýta tækifærið og ausa fréttaritarann lofi, í stað þess að fræðast um ástandið í Sýrlandi.

Longman, sem hefur unnið fyrir BBC í fjögur ár, er ekki mikið að kippa sér upp við athyglina en hann sagði þó í samtali við Daily Mail að hann væri afar upp með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant