Nektarnýlenda í París

Íbúar og ferðamenn í París geta fljótlega skellt sér úr …
Íbúar og ferðamenn í París geta fljótlega skellt sér úr fötunum og farið á nektarnýlendu innan borgarmarkanna. AFP

Strax næsta sumar gætu íbúar Parísar og ferðamenn sem koma til borgarinnar rómuðu fengið að njóta þess að ganga um naktir á sérstöku svæði innan borgarmarkanna. Samþykktu borgaryfirvöld seint í kvöld tillögu um að leyfa uppbyggingu á nektarnýlendu í öðru skógvaxna svæði borgarinnar.

Haft er eftir meðlimi í borgarráði Parísar að nektarunnendum fari fjölgandi og að í Frakklandi stundi tvær milljónir íbúa slíka staði. 

Nú þegar hafa nokkrar evrópskar borgir tekið nektarunnendum fagnandi og leyft uppbyggingu nektarnýlenda. Þar á meðal eru Barselóna, Berlín og München. 

Í dag eru yfir 100 nektarstrendur og fjöldi tjaldstæða fyrir nektarunnendur víða um Frakkland.

Nákvæm staðsetning hefur ekki enn verið valin, en eins og fyrr segir verður nýlendan í öðru af stærri skógarsvæðum Parísar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant