Heppinn að vera ekki í fangelsi

Pétur Einarsson.
Pétur Einarsson. Morgunblaðið/RAX

„Ransacked er um fjármálahrunið og hvernig það gat gerst á 5 árum frá einkavæðingu en þá voru bankarnir 11-12 sinnum þjóðarframleiðsla og í alþjóðlegu bankaáhlaupi ekki hægt að verja þá. Vogunarsjóðir sem höfðu veðjað á fallið eignuðust svo allt bankakerfið fyrir lítið og voru þannig nánast búnir að eignast heilt land! Myndin fjallar líka um eina fjölskyldu sem gafst ekki upp og fór í mál við bankann. Auk þess er þetta líka um það hvernig alþjóðlegt fjármálakerfi hefur áhrif á venjulegt fólk,“ segir Pétur Einarsson fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka og höfundur myndarinnar Ransacked sem frumsýnd verður á RIFF á laugardaginn kemur. 

Frétt mbl.is: Hjólaði og synti fyrir Balta í Eiðnum

Óskar Páll Sveinsson tók myndina upp.
Óskar Páll Sveinsson tók myndina upp. mbl.is

Hann segist hafa orðið að gera þessa mynd vegna þess að hann var hluti af fjármálakerfinu. 

„Ég var hluti af fjármálakerfinu en var ekki að vinna í banka í hruninu sem var bara heppni, annars væri ég kannski í fangelsi! Við gerðum gríðarleg mistök, bankarnir urðu alltof stórir og það var of mikil græðgi og keppni milli íslensku bankanna. En þetta var hluti af því sem var að gerast um allan heim og allir spiluðu með þar á meðal stjórnvöld, eftirlitið og auðvitað þjóðin. Ég held að það sé mikilvægt að viðurkenna það þannig að við lærum eitthvað af þessu sem mér finnst vanta. Ég reyni því ekki að beina athyglinni að ákveðnu fólki þótt auðvitað komi einhverjir fyrir í gömlum fréttum og svo framvegis. Þetta er mynd um kerfið sem er það sem skiptir máli. Við erum alltaf að tala um fólk en ekki málefni. Það er mjög ríkt í okkar samfélagi. Ásakanir og sleggjudómar. Ég skil að fólk sé reitt en það gerir mjög lítið fyrir framtíðina. Hvernig fjármákerfi viljum til frambúðar? Við erum ennþá með þrjá banka sem eru alltof stórir en samt mjög dýrir í rekstri. Þeir hagnast gríðarlega en það kemur ekki af reglulegri starfsemi. Svo blanda þeir saman innlánum og fjárfestingabankastarfsemi sem við ættum ekki að leyfa,“ segir Pétur. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Pétur gerir bíómynd því árið 2014 gerði hann mynd um Ironman ásamt Þorsteini J. Vilhjálmssyni. 

„Þetta byrjaði sumarið 2014 en þá var ég að keppa í Ironman sem er þríþrautakeppni. Vinur minn, Viðar Bragi, vann þáttökurétt á heimsmeistaramótinu í Hawaii. Ég vildi fara með og hjálpa sem stuðningsaðila og þá kom upp hugmynd að gera mynd sem við Þorsteinn J og fleiri gerðum og var svo sýnd á RÚV jólin eftir það. Mér finnst þetta gríðarlega skemmtilegt og Þorsteinn J. hvatti mig til þess að halda áfram á þessari braut.

Að gera mynd sameinar líka það að þróa hugmynd, koma saman góðum hóp af fólki, finna fjármagn, framkvæma og svo markaðssetja. Þetta er skapandi frumkvöðlastarf sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt. En ég held líka áfram að gera aðra hluti eins og standa að þríþrautakeppnum og fleira,“ segir Pétur. 

mbl.is

Þegar Pétur er spurður út í myndina Ransacked segist hann hafa byrjað fyrir ári síðan að þróa hugmyndina og vinna að undirbúningi og rannsóknum. 

„Helgi Vífill Júlíusson var með mér í þeirri vinnu. Svo skrifaði ég handrit og fór að hafa samband við viðmælendur. Síðan hitti ég Óskar Pál Sveinsson sem er hjálpaði mér að koma þessu öllu í verk með að kvikmynda og taka upp hljóð. Við tókum nokkur viðtöl til prufu og gerðum stutta mynd til þess að sjá hvernig þetta kæmu út og líka til þess að senda á sjónvarpsstöðvar út í heimi. Viðtökur voru mjög góðar þannig við fórum í það að klára í suma. Svo kom að því að klippa, sem var mikil vinna. Við vorum með yfir 30 tíma af viðtölum þannig það þurfti aldeilis að velja og hafna. Tónlist er eftir Atla Örvarsson og Kristján Edelstein sem eru mikil snillingar. Tónlistin er gríðarlega falleg. Grafíkin skiptir líka miklu máli þar sem við erum að útskýra allskyns flókna hluti en Thankyou sáum um það. Svo er Ólafur Darri með lestur og frábært að vinna með honum,“ segir hann. 

Aðspurður að því hvað sé næst á dagskrá segir Pétur að hann sé alltaf með margt í gangi.  

„Ég skilgreini mig ekki sem kvikmyndagerðamann þannig það er ekkert ákveðið. Ég ætla fara í frí og hvíla aðeins hugann og bara sjá til. En auðvitað finnst mér þetta mjög gaman og aldrei að vita nema ég haldi áfram,“ segir Pétur. 

Pétur við störf.
Pétur við störf. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant