Kraftaverkaketti bjargað úr rústum

Kötturinn Rocco hafði verið fastur undir rústunum í mánuð.
Kötturinn Rocco hafði verið fastur undir rústunum í mánuð. Ljósmynd / skjáskot The Dodo

Mánuður er liðinn frá því að öflugur jarðskjálfti reið yfir Ítalíu, en hann er með þeim mannskæðustu sem hafa gengið yfir landið. Fjöldi manns lét lífið, auk þess sem gríðarlegt eignatjón varð á svæðunum sem verst urðu úti.

Ekki var gert ráð fyrir því að fleiri myndu finnast á lífi í rústunum þegar kraftaverkakötturinn Rocco var grafinn upp á sunnudaginn.

Slökkviliðsmenn komu auga á köttinn, en þeir voru að undirbúa niðurrif á húsi sem var að hruni komið. Rocco hafði verið fastur undir rústunum í 32 daga, líkt og fram kemur í frétt The Dodo, en líklegt þykir að hann hafi bjargað lífi sínu með því að drekka regnvatn.

Kötturinn þjáðist af vökvaskorti og var glorsoltinn, en annars merkilega vel á sig kominn. Það voru því miklir fagnaðarfundir þegar Rocco hitti fjölskyldu sína á ný, en hann hafði næga orku eftir þrautirnar til að mala hressilega í fangi eiganda síns.

Rocco fékk aðhlynningu dýralækna eftir að hann fannst.
Rocco fékk aðhlynningu dýralækna eftir að hann fannst. Ljósmynd / skjáskot The Dodo
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson