Trump of „þroskaheftur“ fyrir tvo burkna

Zach Galifianakis segir Donald Trump of klikkaðan til að koma …
Zach Galifianakis segir Donald Trump of klikkaðan til að koma í viðtalsþáttinn Á milli tveggja burkna. AFP

Mikla athygli vakti þegar Hillary Clinton kom í viðtal til grínistans Zachs Galifianakis í þættinum Á milli tveggja burkna í síðustu viku. Galifiniakis segist hins vegar ekki hafa áhuga á að fá Donald Trump í þáttinn. Til þess sé forsetaframbjóðandinn of „þroskaheftur“.

Milljónir manna hafa horft á Clinton á milli tveggja burkna. Í viðtali við Los Angeles Times var Galifianakis spurður að því hvort hann myndi bjóða Trump í þáttinn en háðfuglinn var ekki á þeim buxunum. Vísaði hann til „geðveiki“ frambjóðanda Repúblikanaflokksins.

Frétt mbl.is: Clinton á milli tveggja burkna

„Hann er þannig manngerð sem kann að meta athygli, slæma athygli eða góða athygli. Þannig a' maður er að eiga við geðveiki hérna sem er svolítið skrýtin. Ég myndi ekki bjóða manneskju í þáttinn sem er svona þroskaheft. Mér myndi líða eins og ég væri að notfæra mér hann. Og þú mátt prenta þetta,“ sagði Galifianakis við blaðið.

Clinton er sögð hafa átt frumkvæðið að því að koma í þáttinn en hún er sögð hafa verið mikil aðdáandi viðtals Galifianakis við Barack Obama forseta á milli tveggja burkna fyrir tveimur árum. Þá er stór hluti atriðisins sagður hafa verið leikinn af fingrum fram. Spunahæfileikar Clinton komu Galifianakis þó ekki á óvart.

„Ég held ekki að þú getir náð eins langt í bandarískum stjórnmálum og hún hefur gert án þess að hafa kímnigáfu,“ segir grínistinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson