Amy Schumer „hættulegasta“ stjarnan

Það getur verið varasamt að leita upplýsinga um Amy Schumer …
Það getur verið varasamt að leita upplýsinga um Amy Schumer á netinu. AFP

Gamanleikkonan og uppistandarinn Amy Schumer hefur hlotið þá vafasömu nafnbót að vera „hættulegasta“ stjarnan í netheimum.

Þannig er nefnilega mál með vexti að þeir sem slá nafn Schumer í leitarvélar eru líklegri til að verða netþrjótum að bráð, heldur en þeir sem leita upplýsinga um aðrar stjörnur.

Samkvæmt frétt Sky eru 16% líkur á því að fólk rati á vafasamar síður, þar sem auðvelt er að krækja sér í vírus, leiti það upplýsinga um stjörnuna. Ef fólk slær hinsvegar inn leitarorðin „Amy Schumer torrent“ eru líkurnar á því að rata í ógöngur töluvert hærri, eða 33%.

„Notendur eru hugfangnir af fréttum af stórstjörnum, og fara á netið til að verða sér úti um nýjustu fréttirnar úr slúðurheimum. Netþrjótar vita þetta og notfæra sér þessa hegðun“ er haft eftir Gary Davis, sem starfar hjá Intel Security.

„Netverjum er ráðlagt að leita aðeins upplýsinga á opinberum heimasíðum sem flytja fréttir af, birta myndbönd eða bjóða upp á niðurhal. Þá er einnig ráðlagt að vera vakandi fyrir netveiðum, þar sem þrjótar líkja eftir útliti síðu og reyna að blekkja netverja og telja þeim trú um að um raunverulegu heimasíðuna sé að ræða.“

Þó að Schumer sé efst á blaði getur líka verið varasamt að vafra um netið í leit að upplýsingum um Justin Bieber, Will Smith, Miley Cyrus og söngkonuna Rihanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson