Skákar ananaspenninn Gangnam Style?

Listamaðurinn japanski að setja saman penna og epli.
Listamaðurinn japanski að setja saman penna og epli. Ljósmynd/skjáskot

Myndskeið með Japananum Piko Taro hefur farið um netheima eins og eldur í sinu. Yfir fjórar milljónir manna hafa horft á hann á Youtube dansa og syngja um hvernig hægt er að búa til svokallaðan eplapenna, ananaspenna eða skella þessu öllu saman svo úr verður eplaananaspenni.  

Piko er spáð miklum vinsældum á netinu og er sagður geta mögulega orðið næsta Gangnam-stjarna Japana. En sá síðar nefndi er listamannsheiti Suður-Kóreubúans Psy sem varð vinsæll um allan heim með samnefndu lagi og þótti dansinn ekki síðri.  

Ófáir ungir Japanir hafa sett inn myndir og myndbönd af sér dansa við lagið á samfélagsmiðla einkum Twitter og notast er við myllumerkið #PPAP

Vídeóið var sett inn 25. ágúst. Það er stutt, tæp ein mínúta að lengd og er sjón söguríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant