Konungbornu systkinin stálu senunni

Fjölskyldan gerði sér glaðan dag.
Fjölskyldan gerði sér glaðan dag. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Vilhjálmur prins, Katrín eiginkona hans og börnin þeirra tvö hafa verið á miklu flandri undanfarið en þau eru í opinberri heimsókn í Kanada.

Hjónakornin hafa heimsótt hvern viðburðinn á fætur öðrum, en fjölskyldan ákvað að gera sér glaðan dag með börnunum tveimur í gær.

Litli prinsinn Georg, og yngri systir hans Karlotta, stálu aldeilis senunni á sérstakri barnahátíð þar sem þau skemmtu sér ásamt foreldrum sínum.

Líkt og fram kemur í frétt Daily Mail gafst börnunum meðal annars færi á því að fara á hestbak, ásamt því að klappa hundum og kanínum en hátíðin var haldin í samvinnu við góðgerðafélag sem aðstoðar fjölskyldur hermanna.

Ekki er annað að sjá en systkinin hafi skemmt sér konunglega, en þau bræddu einnig ófá hjörtu.

Líkt og sjá má skemmti fjölskyldan sér konunglega.
Líkt og sjá má skemmti fjölskyldan sér konunglega. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Georg litli var hugfanginn af sápukúlunum.
Georg litli var hugfanginn af sápukúlunum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Karlotta prinsessa virtist sérdeilis hrifin af blöðrunum.
Karlotta prinsessa virtist sérdeilis hrifin af blöðrunum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Karlotta litla virðist vera mikill dýravinur.
Karlotta litla virðist vera mikill dýravinur. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Litlir prinsar kunna augljóslega vel að meta faðmlög.
Litlir prinsar kunna augljóslega vel að meta faðmlög. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant