Langar þig að kýla Shkreli í fésið?

Eftir að Shkreli skapaði sér óvinsældir með því að hækka …
Eftir að Shkreli skapaði sér óvinsældir með því að hækka verðið á hinu lífsnauðsynlega Daraprim um 5.000% var hann handtekinn af alríkislögreglunni fyrir að hafa blekkt fjárfesta. Karma? AFP

Þeir eru án efa margir sem hafa látið sig dreyma um að kýla Martin Shkreli í fésið, en hann komst í fréttirnar um árið sem framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals, sem hækkaði verðið á lyfinu Daraprim um 5.000% eftir að hafa eignast réttinn að því í fyrra.

Frétt mbl.is: Hækka lyf um 5.000%

Shkreli vann sér það einnig til frægðar að kaupa einasta eintak plötunnar Once Upon a Time in Shaolin með Wu-Tang Clan fyrir 2 milljónir dala og hóta því í framhaldinu að eyðileggja plötuna til að tryggja að enginn annar fengi að hlusta á verkið.

Frétt mbl.is: Hataði lyfjaforstjórinn handtekinn

Athafnamaðurinn umdeildi virðist meðvitaður um óvinsældir sínar og hyggst nú nýta sér það til styrktar góðu málefni, ótrúlegt en satt. Hann hefur efnt til uppboðs þar sem fólk getur boðið í tækifærið til að kýla hann eða slá ítrekað í fésið, en fjármagnið sem safnast mun renna í sjóð fyrir barnungan son fyrrverandi blaðafulltrúa Shkreli sem lést nýverið.

Uppboðinu lauk á dögunum þegar kona að nafni Katie sagðist myndu greiða 50.000 dali fyrir að lumbra á lyfjakónginum en hún virðist hafa dregið tilboð sitt til baka og því geta áhugasamir enn freistað gæfunnar og sett sig í samband við Shkreli til að tryggja sér högg eða tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson