Alþjóðlegum degi letidýra fagnað

Letidýrið Flash er 7 mánaða gömul.
Letidýrið Flash er 7 mánaða gömul. Ljósmynd/Facebook síða Drusillas Park

Letidýraunginn Flash kom fyrst fyrir sjónir almennings í dýragarðinum Drusillas Park í East Sussex í dag í tilefni alþjóðlegum degi letidýra sem haldið er upp á víðs vegar um heiminn í dag. 

Flash fæddist í garðinum í mars en mamma hennar lést stuttu eftir fæðingu hennar og því hefur Flash verið alin upp að mestu leyti af starfsmönnum dýragarðsins. Vegna móðurleysisins þurfti Flash mikla umönnun fyrstu mánuðina, en meðal annars þurfti að gefa henni mjólk úr pela á þriggja tíma fresti, allan sólarhringinn. Samband dýragarðsvarðanna Mark Kenward og Gemma Romanis við Flash er því orðið ansi náið.

„Þetta hefur verið erfitt ferli en við gætum ekki verið ánægðari með árangur Flash. Hann er fyrsta letidýrið sem fæðist í garðinum svo við höfum lært heilmikið af þessu,“ sagði Mark í samtali við blaðamann Kent Online. „Letidýr eru næturdýr þannig við höfum þurf að aðlagast sem næturdýraverðir.“

Flash nærist nú vel. Ásamt því að borða alls konar grænmeti og laufblöð og drekka geitamjólk eru maís, kaffifífill og kúrbítur í miklu uppáhaldi hjá henni.

Fara niður úr trjánum á átta daga fresti

Tilgangurinn með alþjóðlegum degi letidýra er að auka vitund fólks um tilvist og verndun letidýra í heiminum.

Letidýr lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa ýmislegt um letidýr, til dæmis að þau dveljast lungann af sinni ævi í trjám. Ástæðan er ekki bara af því að þeim finnst gott að kúra og vera löt, heldur er það ákveðin varnaraðgerð. Rannsóknir hafa sýnt að letidýr fara niður á skógarbotninn um það bil einu sinni á átta daga fresti. Það gera þau til að losa sig við saur. Á þessu ferðalagi niður á jörðina eru þau mjög berskjölduð fyrir afráni.

Í tilefni dagsins má sjá alls konar letidýr flæða um hina ýmsu samfélagsmiðla. Undir merkinu #internationalslothday á Twitter má finna ýmsan fróðleik, eða bara ofurkrúttlegar myndir, um letidýr. Þar má til dæmis sjá David Attenborough eiga í samskiptum við letidýr: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant