Hætti að drekka í kjölfar dólgslátanna

Í sumar þurfti að bera leikkonuna frá borði flugvélar sökum …
Í sumar þurfti að bera leikkonuna frá borði flugvélar sökum óláta, en hún var undir áhrifum lyfseðilsskyldra lyfja og áfengis. AFP

Í sumar þurfti að bera leikkonuna Selmu Blair frá borði flugvélar, en hún var með óráði eftir að hafa neytt lyfseðilsskyldra lyfja og áfengis.

Fjögurra ára sonur Blair var með í för þegar atvikið átti sér stað, en sjónarvottar segja að leikkonan hafi hrópað og kallað um borð í vélinni, og látið öllum illum látum.

Frétt mbl.is: Selma Blair borin frá borði vegna óláta

Líkt og fram kemur í frétt Daily Mail opnaði Blair sig í fyrsta skipti um atvikið í gær, en hún segist hafa hætt að drekka í kjölfar þess.

„Ég er einhver sem ætti aldrei að drekka, og ég geri það sjaldan. Ég drekk ekki lengur, en ég gerði það. Ég var að ganga í gegnum svolítið og fékk mér vínglas. Einhver rétti mér töflu, en ég hélt að þetta væri eitthvað sem ég hef tekið áður, en tek ekki reglulega,“ útskýrði leikkonan í viðtalinu.

„Þetta var reglulega slæm ákvörðun og ég fór í einhvers konar sturlað óminnisástand. Og það var hræðilegt, og ógnvekjandi. Eftir þetta allt saman fann ég til samkenndar með sjálfri mér vegna þess að þetta var svo úr karakter fyrir mig, sérstaklega eftir að ég varð móðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson