Þykir erfitt að eldast

Cher þykir ekki gaman að eldast.
Cher þykir ekki gaman að eldast. Ljósmynd / skjáskot ABC News

Söngkonan Cher, sem er sjötug, viðurkenndi á dögunum að henni þætti erfitt að eldast.

„Ég lít í spegilinn og sé þessa gömlu konu horfa á mig, og ég hef enga hugmynd um hvernig hún komst þangað,“ sagði söngkonan í viðtali við Today.

Þá greindi söngkonan einnig frá því að tónleikaferðalagið sem hún væri að hefja yrði hennar síðasta, enda væri það nú eða aldrei.

„Ég vildi ekki leggja sönginn á hilluna, en ég vissi að þetta yrði líklega í síðasta sinn sem ég gerði þetta. Því eldri sem maður verður því erfiðara er þetta. Röddin mín er enn góð, ég er í góðu formi, get hlaupið um og ég passa enn í búningana mína. Ég hugsaði því með mér að þetta væri núna, eða aldrei.

Raunar hefur Cher nokkrum sinnum áður haldið því fram að hún væri hætt að spila á tónleikum. Til að mynda sagði hún „Farewell“-tónleikaröðina sem hún hélt árið 2002 vera sína síðustu, þá sagði hún einnig að „Dressed to Kill“-tónleikaröðin sem fór fram árið 2014 yrði sú síðasta á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson