Hætt við að kæra Russell Crowe

Azelia Banks ætlar ekki að kæra Russell Crowe fyrir ofbeldi.
Azelia Banks ætlar ekki að kæra Russell Crowe fyrir ofbeldi. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Rapparinn Azelia Banks hefur greint frá því að hún ætli ekki að sækja leikarann Russell Crowe til saka, en hún sakaði hann um að hafa veist að henni í teiti á dögunum.

Áður hafði verið greint frá því að rapparinn hafi fyllt út lögregluskýrslu og ætlaði sér að kæra leikarann, en í nýlegu viðtali greindi hún frá því að nú vilji hún einbeita sér að tónlistinni.

„Ég vil þetta ekki í fjölmiðla, ég vil bara að tónlistin mín fái að njóta sín. Ég vil ekki þurfa að eiga við þetta allt saman,“ sagði Banks í viðtali við Us Weekly.

Banks þvertekur fyrir að eitthvað hafi verið bogið við hegðun hennar, og hún segir að Crowe hefði átt að hafa vit á því að fá öryggisverði til að fjarlægja hana í stað þess að gera það sjálfur.

„Jafnvel þótt ég hefði verið í ójafnvægi hefði hann átt að hafa vit á því að láta fylgja mér út með sómasamlegum hætti, og halda höndum sínum og hráka fyrir sjálfan sig.“

Rapparinn RZA, sem einnig var viðstaddur veisluna, gaf út yfirlýsingu á Facebook vegna málsins en Banks var gestur hans. Þá segir hann hegðun rapparans hafa verið andstyggilega.

„Áður en kvöldið var hálfnað hafði Azelia móðgað helminginn af veislugestum, en hún var orðin hávær og andstyggileg. Móðganir má þola, en ofbeldi ekki. Azelia hótaði að skera stúlku í andlitið með glasi, síðan greip hún glasið og réðst á hana án nokkurrar ástæðu. Russell kom í veg fyrir árásina og vísaði henni úr svítunni.“

Frétt mbl.is: Crowe henti Azeliu Banks öfugri út

Frétt mbl.is: „Hann er rasisti og karlrembusvín“

Russell Crowe vísaði rapparanum úr veislu sinni á dögunum.
Russell Crowe vísaði rapparanum úr veislu sinni á dögunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson