Missti næstum tána á Íslandi

Pattison mun líklega ekki sleppa því að ganga til skóna …
Pattison mun líklega ekki sleppa því að ganga til skóna sína héðan í frá. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Sjónvarpskonan Vicky Pattison greindi frá því í spjallþætti á dögunum að hún hefði næstum því misst litlu tána eftir langa og stranga göngu um hálendi Íslands.

Pattison, sem meðal annars gerði garðinn frægan í þáttunum Geordie Shore, var stödd hér á landi í sumar en hún tók þátt í Coppafeel Fabulous-áskoruninni sem miðaði að því að vekja athygli á einkennum brjóstakrabbameins.

Líkt og fram kemur í frétt OK sagðist Pattison ekki hafa haft tíma til að ganga gönguskóna sína til áður en lagt var af stað, og litla táin hafi fengið að finna fyrir því.

„Það var svo mikill núningur á milli litlu táarinnar og skósins að ég fékk eitthvað sem var eins og sambland kals og reglulega stórrar blöðru. Þegar ég kom heim var þetta ekkert að lagast, heldur óx bara. Þannig að ég hugsaði með mér, andskotinn hafi það ég ríf þetta bara af.“

Pattison segir ólíklegt að tánöglin muni nokkurn tíma vaxa aftur, og að táin sé enn fremur ógeðfelld í útliti.

„Þetta er ennþá ógeðslegt. Læknar telja að nöglin muni ekki vaxa aftur.“

Heimsókn Pattison vakti mikla athygli í sumar, en hún þurfti að notast við hjólastól á Keflavíkurflugvelli þar sem hún beið þess að komast til síns heima.

Frétt mbl.is: „Ísland 1 – Vicky 0“

Sjónvarpskonan brosti í gegnum tárin eftir gönguna.
Sjónvarpskonan brosti í gegnum tárin eftir gönguna. Ljósmynd / skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler