Elvis hefði átt erfitt með nútímann

Priscilla Presley kynntist Elvis aðeins 14 ára en segir hann …
Priscilla Presley kynntist Elvis aðeins 14 ára en segir hann ávallt hafa verið mikinn herramann. AFP

Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona rokkgoðsins Elvis Presley, segist óttast að fólk muni gleyma honum. Hún segir hann hafa verið afar prívat manneskju, sem hefði átt erfitt með að fóta sig í nútímanum.

„Ótti minn er sá að fólk muni gleyma Elvis,“ segir Presley í dálk Guardian sem ber yfirskriftina This much I know. Þar segir frægt fólk frá sjálfu sér í stuttum, hnitmiðuðum setningum.

„Mér finnst ég ábyrg fyrir því að halda arfleifð hans lifandi. Þú munt aldrei sjá frægð á borð við hans aftur. Hann var ósvikinn og, á margan hátt, saklaus. Þú fékkst það sem þú sást.“

Presley segir það hafa breytt lífi sínu þegar hún kynntist Elvis aðeins 14 ára gömul en þau hófu samband tveimur árum síðar. Hún segir hann ávallt hafa verið herramann gagnvart sér.

Bill Clinton er eini maðurinn, að sögn Presley, sem hefur persónutöfra líkt og Elvis hafði. „Þegar Bill er í rými, þá finnur allt herbergið það. Hann er segulmagnaður.“

Presley segist óska þess að fólk hætti að spyrja hana um uppáhalds Elvis-lagið hennar og segist ávallt vera á varðbergi gangvart fólki, þar sem myndavélasímar geri það að verkum að hún fær ekki að borða salat í friði.

Hún segir að Elvis hefði þótt nútíminn erfiður.

„Hann var ákaflega prívat maður, sem naut mikillar verndar fólksins í kringum hann. Sá lífsmáti sem hann lifði væri ekki mögulegur árið 2016. Líf okkar, hvort sem þú ert frægur eða ekki, eru svo opinber í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler