Ungar verðlaunuð á Northern Wave

Logi Hilmarsson ásamt Chryptochrome með verðlaunagripinn.
Logi Hilmarsson ásamt Chryptochrome með verðlaunagripinn. Ljósmynd/Aðsend

Stuttmyndin Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta íslenska stuttmynd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem lauk um helgina.

„Las vacas de Wisconsin“ eftir Söru Traba hlaut verðlaun sem besta alþjóðlega stuttmyndin.

Myndband Loga Hilmarssonar við lagið Playdough VR 360° fyrir Cryptochrome var valið besta tónlistarmyndbandið.

Talið er að gestir hátíðarinnar, sem var haldin í 9. sinn, hafi verið á bilinu 150 til 200 talsins og gekk allt prýðilega fyrir sig, að því er kemur fram í tilkynningu. 

„Með stuðningi fyrirtækja á svæðinu náði hátíðin í samstarfi við Frystiklefann, að setja upp hágæða kvikmyndahús sem verður áfram í Frystiklefanum og verður nýtt áfram fyrir kvikmynda- og leikhússýningar,“ segir í tilkynningunni.

„Einstök og persónuleg stemning myndaðist á hátíðinni meðal bæjarbúa, fjölskyldufólks og erlendra gesta hátíðarinnar. Samstarf hátíðarinnar og Frystiklefans mun halda áfram á næsta ári þegar hátíðin fagnar 10 ára afmæli.“

Verðlaunahafar í fiskiréttakeppninni voru þau Sigurborg Björnsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti og vann 5 kg af saltfiski frá Kg Fiskverkun, Ester Gunnarsdóttir, sem lenti í öðru sæti og vann gjafabréf fyrir tvo á Fisk- eða Grillmarkaðinn, og Viðar Gylfason, sem var í fyrsta sæti með þorsk í raspi með piparostasósu og vann dekurgjafabréf á Hótel Búðir. Hrefna Rósa Sætran dæmdi.

Dögg Mósesdóttir, stofnandi og stjórnandi Northern Wave, heldur nú til Tékklands, þar sem hún mun kynna hátíðina og sitja í pallborði á alþjóðlegri heimildarmyndahátíð í borginni Jihlava.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler