Amy Schumer sökuð um kynþáttafordóma

Amy Schumer var harðlega gagnrýnd fyrir skopstælingu á laginu Formation.
Amy Schumer var harðlega gagnrýnd fyrir skopstælingu á laginu Formation. AFP

Uppistandarinn og leikkonan Amy Schumer hefur verið sökuð um kynþáttafordóma, en hún sendi nýverið frá sér myndband þar sem hún skopstælir tónlistarmyndband söngkonunnar Beyoncé, „Formation“.

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð og hafa margir lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum. Þá segir einn notandi Twitter til að mynda: „Það er engin hugsanleg afsökun fyrir því að Amy Schumer viti ekki hvert menningarlegt mikilvægi Formation er fyrir svartar konur. Ég vona að þetta skaði feril hennar.“

Annar netverji sagði: „Formation fjallar um dráp lögreglunnar á ungum svörtum karlmönnum og er um valdeflingu svartra kvenna. Þetta er ekki brandari.“

Eins og fram kemur í frétt Daily Mail birtist myndbandið á Tidal, streymisþjónustu í eigu Jay-Z, eiginmanns Beyoncé. Auk þess var því var hlaðið upp á Youtube.

Myndbandið má sjá hér að neðan, en Schumer og leikkonan Goldie Hawn erumeðal þeirra sem koma fram í því.

Þegar þetta er skrifað hafa 6.000 manns lýst frati á myndbandið á Youtube en aðeins 2.000 kunna að meta það, eins og sjá má af fjölda þumla á síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant