Endurfundir ABBA á næsta leiti

ABBA var vinsæl hljómsveit á 8. áratug síðustu aldar en …
ABBA var vinsæl hljómsveit á 8. áratug síðustu aldar en tónlist sveitarinnar lifir enn.

Sænska diskóhljómsveitin ABBA hefur tilkynnt væntanlega endurfundi. Munu þau koma saman á næsta ári fyrir „nýja stafræna upplifun,“ að því er fram kemur í frétt Sky News.

Fjóreykið varð heimsfrægt eftir að þau sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1974. Þau hafa ekki komið fram saman á tónleikum síðan 1982.

Hljómsveitin hefur nú tilkynnt samstarf við Simon Fuller sem er lýst sem „byltingarkenndri tilraun sem muni notast við það allra nýjasta í starfrænni tækni í sýndarveruleika.“

Píanóleikarinn Benny Andersson sagði ótakmarkaða möguleika framtíðarinnar fylla hópinn andargift og að þau væri mjög glöð með að fá að taka þátt í því að skapa eitthvað nýtt og dramatískt.

Frekari upplýsingar um verkefnið verða tilkynntar í byrjun næsta árs en bakhjarlar „upplifunarinnar“ segja að hún muni gefa aðdáendum tækifæri til að sjá, heyra og finna fyrir hljómsveitinni á „hátt sem hingað til hefur talist óhugsandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson