Ræningjarnir vildu peninga, ekki skart

Dyravörður hótelsins telur að ræningjarnir hafi ekki verið á höttunum …
Dyravörður hótelsins telur að ræningjarnir hafi ekki verið á höttunum eftir skarti. AFP

Dyravörðurinn sem var á vakt þegar fimm vopnaðir menn rændu Kim Kardashian hefur greint frá því að þjófarnir hafi verið á höttunum eftir peningum, ekki skartgripum.

„Ræninginn sagðist ekki vilja síma á frönsku, en hann skildi ekki ensku. Hún skildi ekki frönsku, en maðurinn bað ítrekað um peninga,“ sagði vörðurinn í viðtali við Mirror.

„Hún hélt að þeir væru þarna til þess að ræna hringnum. Hún sýndi höndina, en hún var ekki með hringinn á sér. Maðurinn spurði hvar er hringurinn? Hringurinn var á nálægu borði, hún lét hann fá hringinn og maðurinn setti hann í vasann.“

Þá telur dyravörðurinn að ræningjarnir hafi í fyrstu ekki ruðst inn til þess að hafa á brott með sér skartgripi, heldur hafi þeir ætlað að stela seðlum.

„Þeir voru þarna til að fá peningana. Hann setti skartgripina í bakpokann sinn, sem hann skildi eftir opinn. Þess vegna týndu þeir skartgripum í kringum hótelið. Hvar eru peningarnir, peningarnir, peningarnir? Ég held að fyrir honum hafi þetta bara verið hringur. Hann hætti ekki að biðja um peninga.“

Demantshringurinn sem rænt var skartaði 20 karata demanti, en hann …
Demantshringurinn sem rænt var skartaði 20 karata demanti, en hann er gríðarlega verðmætur. Ljósmynd / skjáskot Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson