Leikstjóri „verstu myndar í heimi“ hættur

Uwe Boll á tökustað.
Uwe Boll á tökustað. Ljósmynd/Wikipedia

Leikstjóri „verstu kvikmyndar í heimi“ hefur ákveðið að snúa sér að öðrum hlutum. Uwe Boll er einn fárra leikstjóra sem hefur tekist að fá aðeins 1% í einkunn á vefsíðunni Rotten Tomatoes.

Hann fékk einnig viðurnefnið „Raging Boll“ eftir að hafa skorað á gagnrýnendur í hnefaleika og farið með sigur af hólmi.

Núna segist Þjóðverjinn ætla að setjast í helgan stein vegna þess að enginn markaður er fyrir kvikmyndirnar hans lengur, samkvæmt frétt BBC.  

Mynd hans, Alone in the Dark, fékk versta dóma allra mynda á Rotten Tomatoes árið 2005 með 1% í einkunn. Myndin er byggð á tölvuleik eins og mörg hans verk. Christian Slater og Tara Reid fóru með aðalhlutverkin. 

Gagnrýnendur ósáttir

Gagnrýnandinn Rob Vaux hafði þetta að segja um Alone in the Dark: „Að segja Alone in the Dark vera misheppnaða er móðgun við allt það sem er misheppnað.“

Rafe Telch skrifaði á síðuna Cinemablend: „Alone in the Dark gæti vel verið versta kvikmynd sem ég hef nokkru sinni séð á ævi minni.“

Á meðal annarra „meistaraverka“ Boll er Postel með Verne Troyer (Mini-Me úr Austin Powers-myndunum) á meðal leikara og, ótrúlegt en satt, Óskarsverðlaunahafann J.K. Simmons.

Boll leikur í mörgum sinna mynda, þar á meðal var hann í hlutverki Adolfs Hitler í ofurhetjumyndinni Blubberella. Hetja myndarinnar er „kona í yfirvigt sem veldur sprengingum með hverju fótspori sínu“.

Getur ekki keppt við Netflix

Boll hefur ekki ákveðið að hætta vegna slæmrar gagnrýni heldur vegna Netflix og breytts áhorfs hjá fólki en myndir hans hafa farið beint á DVD.

„Markaðurinn er dauður,“ sagði hann við Toronto Metro. „Með streymisveitur alls staðar er rosalegt magn af myndum í gangi og maður nær engri athygli. Ég hef einfaldlega ekki efni á því að búa til myndir lengur,“ sagði hann.

Leikstjórinn fyrrverandi er svo viðkvæmur gagnvart slæmri gagnrýni að hann skoraði á fimm hörðustu gagnrýnendur sína í hnefaleikahringinn og vann þá alla.

Skammarverðlaun fyrir ævistarfið

Boll vann til sérstakra verðlauna á Razzies-hátíðinni árið 2009 fyrir ævistarf sitt en á hátíðinni eru verstu kvikmyndirnar á hverju ári verðlaunaðar.

Hann á veitingastað í Kanada og mun að öllum líkindum einbeita sér að honum í framtíðinni. Staðurinn hefur fengið góðar viðtökur hjá matargagnrýnendum og má því ætla að Boll sé þar loksins kominn á rétta hillu í lífinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson